Reykjavík Konsúlat Hótel
Reykjavík Konsúlat hótel er hágæða hótel í hjarta miðborgarinnar. Það er hluti af Curio Collection by Hilton, alþjóðlegri keðju einstakra hótela með sögulega skírskotun.
Reykjavík Konsúlat hótel stendur á sama stað og Thomsens Magasín stóð, á Hafnarstræti 17-19, en í upphafi síðustu aldar setti Ditlev Thomsen, konsúll, kaupmaður og ferðamálafrumkvöðull, sterkan svip á miðbæ Reykjavíkur með atorku sinni og umsvifum fjölskyldufyrirtækisins. Gestrisni hans, framsýni og alþjóðleg hugsun var annáluð - í anda konsúlsins búum við vel að ferðalöngum og bjóðum þá velkomna.
Á hótelinu finnur þú Konsúlat Wine Room þar sem vín og matur mætast í fullkomnu jafnvægi, afslöppunarrými þar sem hægt er að fara í heitan pott eða gufubað og svo líkamsræktaraðstaða.
Við hlökkum til að taka á móti þér!