Þingholt by Center Hotels
Þingholt by Center Hotels er einstaklega fallega hannað boutique hótel staðsett á Þingholtsstræti í hjarta Reykjavíkur. Hótelið er hannað á afar nútímalegan en um leið notalegan máta þar sem þemað í hönnuninni er íslensk náttúra.
Á hótelinu eru 52 fallega innréttuð herbergi. Ekkert þeirra er eins í útliti en öll eiga þau það sameiginlegt að vera vel búin þægindum. Morgunverður er innifalin með öllum herbergjunum og frítt þráðlaust internet er að finna á öllu hótelinu.
Á Þingholti er bar þar sem boðið er upp á Happy Hour alla daga vikunnar frá 16:00 til 18:00 og skemmtilega hannað spa þar sem finna má rúmgóðan heitan pott, gufubað og búningsklefa. Hægt er að panta ýmiss konar nuddmeðferðir í heilsulindinni.
Á Þingholti er einnig lítið fundarherbergi sem tilvalið er fyrir smærri fundarhöld.
- 52 herbergi
- Morgunverður innifalinn
- Ókeypis þráðlaust internet
- Bar
- Fundarsalur
- Spa
Þingholt by Center Hotels er hluti af Center Hotels hótelunum sem öll eru staðsett í hjarta miðborgar Reykjavíkur.