Fara í efni

Blábjörg Resort

 Í Blábjörgum finna allir eitthvað við sitt hæfi. 

Gistiheimilið hefur uppá að bjóða 11 lítil og snyrtileg herbergi með 3x sameiginlegum baðherbergjum, 9x hótelherbergi með útsýni yfir fjörðinn öll með sérbaðherbergi, og síðast en ekki síst hótel íbúðirnar okkar sem samanstanda af tveimur studio íbúðum með sjávarsýn, einni 2ja svefnherbergja íbúð og einni 3ja svefnherbergja íbúð.  

Blábjörg Resort býður uppá einstaka dvöl við sjóinn. Veitingastaðurinn okkar, Frystiklefinn, leggur mikla áherslu á að vinna með hráefni úr nærumhverfinu og Musterið Heilsulind býður upp á fjöldann allan af meðferðum fyrir bæði líkama og sál. 

Blábjörg Resort er staðsett á Borgarfirði eystri sem er náttúruperla með óteljandi útivistarmöguleika. Svæðið er rómað fyrir náttúrufegurð, fjallahringurinn umvefur fjörðinn og fyrir miðjum firði, neðst í þorpinu Bakkagerði, trónir Álfaborgin yfir firðinum.  

Hafnarhólminn iðar af fuglalífi frá maí og allt til byrjun ágúst. Lundinn sest upp í hólmann fyrstu vikuna í apríl og fer svo aftur í kringum 10. ágúst.  

Hvað er í boði