Fara í efni

Hótel Eyvindará

Hótel Eyvindará er staðsett í friðsælu og trjágrónu umhverfi skammt utan Egilsstaða (2.5 km.) Hótelið er að finna við þjóðveg nr. 94, norðan við afleggjarann til Seyðisfjarðar. Það er vel í sveit sett og kjörin bækistöð fyrir áhugaverðar dagsferðir um allan fjórðunginn.

Í boði eru 28 tveggja manna herbergi með baðherbergi og glæsilegu útsýni auk 7 smáhýsa með baðherbergi.

Í aðalhúsinu er sólpallur fyrir gesti, 2 heitir pottar og þvottaaðstaða(kostar aukalega). Þá bjóðum við upp á setustofu með fallegu útsýni yfir hérað sem menn geta horft á sjónvarp og fengið sér drykki.

Boðið er upp á morgunverð auk kvöldverðar. Veitingastaðurinn er opinn fyrir gesti og gangandi.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Hvað er í boði