Fara í efni

Center Hotels Klöpp

Ef þú vilt vera í hringiðu miðbæjarins þá er Center Hotels Klöpp hárrétti staðurinn. Hótelið er staðsett á horni Klapparstígs og Hverfisgötu.  

Á Klöpp eru 46 herbergi sem eru rúmgóð og bjóða ýmist upp á útsýni yfir Klapparstíginn, Hverfisgötu eða Hjartagarðinn. Öll herbergin eru einstaklega notaleg og bjóða upp á öll nútíma þægindi.  

Morgunverður fylgir með öllum herbergjunum á Klöpp sem og frítt þráðlaust internet. Staðsetning hótelsins er einstaklega góð og örstutt er í miðbæjarfjörið. Á hótelinu er lítill bar þar sem boðið er upp á Happy Hour alla daga frá 16:00 til 18:00. 

- 46 herbergi
- Bar
- Morgunverður innifalinn
- Ókeypis þráðlaust internet

Center Hotels Klöpp er hluti af Center Hotels hótelunum sem öll eru staðsett í hjarta miðborgar Reykjavíkur. 

Hvað er í boði