Fara í efni

Hótel Edda Akureyri

Hótelið er staðsett miðsvæðis á horni Þórunnarstrætis og Hrafnagilsstrætis og er starfrækt sem heimavist fyrir menntaskólana á veturna en á sumrin breytast vistirnar í fallegt hótel.

Gamla vistin er með 72 herbergi - flest öll með handlaug og sameiginlegri - bað og salernisaðstöðu. Á nýju vistinni eru 132 Eddu Plús herbergi sem eru öll með sér baðherbergi, sjónvarpi og síma. Stutt er í miðbæinn og sundlaugina frá hótelinu og ekki má gleyma lystigarðinum sem er við hliðina á hótelinu

Á staðnum er kaffihús, bar og kvöldverðarhlaðborð - fullkomið hótel fyrir fjölskyldur! Í nágreninu má finna allskonar afþreyingu, helst má nefna Akureyrarlaug, skrúðgarða, skemmtilegar gönguleiðir, hvalaskoðun, söfn, miðbæ Akureyrar og nyrsta 18 holu golfvöll heims. 

Hvað er í boði

Hleðslustöðvar

Staðsetning Þjónustuaðili Tenglar
Ísorka 2 x 22 kW (Type 2)