Center Hotels Arnarhvoll
Nálægðin við höfnina, Hörpu og dásamlega útsýnið yfir miðborgina, Faxaflóann og fjöllin blá gera Arnarhvol að einstökum dvalarstað. Yfirbragð hótelsins er afar nútímalegt, allt frá fallegri gestamóttöku til herbergjanna sem eru 104 talsins, öll björt með nútíma þægindum.
Morgunverður er innifalinn með öllum herbergjunum og er hann borinn fram á efstu hæð hótelsins á veitingastaðnum SKÝ Restaurant & Bar. Útsýnið á efstu og jafnframt áttundu hæð er þannig að Skálafell, Móskarðshnjúkar, Esjan öll og Akrafjall blasa við en hinu megin er einstaklega notalegur veitingastaður þar sem boðið er upp á gómsætar veitingar. Einstök forréttindi fyrir þá sem kunna að meta góðan mat og fallegt útsýni. Veitingastaðurinn er opinn alla daga til miðnættis. Á hótelinu er að finna heilsulind með heitum potti, gufubaði og slökunarrými. Boðið er upp á nudd í heilsulindinni.
- 104 herbergi, 202 rúm
- Morgunverður innifalinn
- Ókeypis þráðlaust internet
- Heilsulind
- Veitingastaðurinn SKÝ Restaurant & Bar
- Bar
- Einstakt útsýni yfir miðborgina og Faxaflóann
Hluti af Center Hotels hótelunum sem öll eru staðsett í hjarta miðborgar Reykjavíkur.