Reykjavík Marina | Berjaya Iceland Hotels
Reykjavík Marina er litríkt hótel við Reykjavíkurhöfn með einstakan karakter þar sem gaman er að vera. Frumleg íslensk nútímahönnun í bland við gamla muni úr slippnum einkenna hótelið og herbergi þitt, sem hefur þægindin í fyrirrúmi, en er einnig skreytt á einstakan, heimilislegan hátt.
Á hótelinu má finna 147 glæsileg herbergi, meðal annars svítur og fjölskylduherbergi og er staðsett í hjarta borgarinnar við Slippinn og fallega gamla hafnarsvæðið. Þú finnur frábæran mat á Slippbarnum sem er þekktur fyrir óhefðbundin mat og frábæra kokteila. Á hótelinu er sömuleiðis bíósalur sem hægt er að nýta sem karóke sal, öðruvísi fundarsal eða auðvitað til að horfa á bíómyndir eða íþróttaleiki.
Við hlökkum til að taka á móti þér við höfnina!