Fara í efni

Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstadir

Ferðagjöf

Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstadir er rómað, fjölskyldurekið hótel sem hvílir á gömlum merg íslenskrar bændamenningar. Hótelið mætir ströngustu nútímakröfum um gæði, glæsileik og aðbúnað, um leið og það varðveitir uppruna sinn sem nær aftur til ársins 1903 og ljær því einstakan blæ. Gestir geta valið um vel búin og rómantísk antík-herbergi í eldri hluta hótelsins eða nútímaleg herbergi yngri byggingar. Herbergin eru alls 50 talsins og öll með sérbaðherbergjum.

Sameiginlegt rými/setustofa er í móttökusal og er þar einnig glæsilegur bar með góðu úrvali drykkja.

VEITINGASTAÐUR HÓTELSINS, ELDHÚSIÐ - RESTAURANT, HEFUR GETIÐ SÉR ORÐS OG ERU METNAÐUR OG ALÚÐ ÞAR ALLSRÁÐANDI. MATARGERÐIN ER SPROTTIN ÚR TRAUSTUM HEFÐUM, EN HRÁEFNIN GJARNAN SETT Í NÝTT OG FRAMSÆKIÐ SAMHENGI. HRÁEFNI ER ÆTÍÐ FYRSTA FLOKKS, AÐ MESTU ÍSLENSKT, GJARNAN LÍFRÆNT OG OFT FENGIÐ ÚR NÆSTA NÁGRENNI, ENDA ER LEITAST VIÐ AÐ NÝTA OG KYNNA AFURÐIR ÚR HÉRAÐI. ÞRIGGJA RÉTTA KVÖLDVERÐURINN BEINT FRÁ BÝLI ER STOLT ELDHÚSSINS

Glæsileg heilsulind, Baðhúsið - Spa, er á jarðhæð hótelsins, með heitri smálaug, sánu, köldum potti og hvíldarsvæði innan og utan dyra. Einkar fallegt útsýni er yfir Lagarfljót frá heilsulindinni. Lögð er áhersla á rólegt, slakandi og endurnærandi

umhverfi. Gestir hafa aðgang að búningsklefum og fá handklæði og baðsloppa til afnota, en hægt er að leigja sundföt.

Sjá einnig:

www.gistihusid.is

www.fljotsdalsherad.is

www.farmholidays.is

Hvað er í boði