Fara í efni

Brekkugerði

Brekkugerði Guesthouse er hlýlegur, vel hannaður og smekklega innréttaður gististaður þar sem öll herbergin eru með sérbaði nema tvö sem deila baði. Húsið sem er í Laugarási er staðsett í einstaklega fallegu umhverfi, umlukið gróðurmiklum og skjólríkum garði.

Gististaðurinn er mjög miðsvæðis á Suðurlandi og hentar því vel sem bækistöð í dagsferðir. Þannig eru stutt í vinsælustu ferðamannastaði landsins svo sem Skálholt (5 mín.), Kerið (20-25 mín.), Þingvelli (55-60 mín.), Geysi (25-30 mín.), Gullfoss (35-40 mín.) og Gjánna (55-60 mín.). Síðan er auðvelt að heimsækja staði eins og t.d. Landmannalaugar, Heklu, Þjófafoss, Seljalandsfoss, Skógarfoss, Þórsmörk, Dyrhólaey, Reynisfjöru og jafnvel Vestmannaeyjar í dagsferðum. 

Nóg framboð er af afþreyingu í næsta nágrenni svo sem stangveiðar, sundlaugar, söfn, golfvellir, flúðasiglingar, hestaferðir, jöklaferðir o.fl. o.fl.  Gististaðurinn er í eigu fjölskyldu sem býr á staðnum og er boðin og búin að aðstoða við hvaðeina með persónulegri þjónustu.

Hvað er í boði