Fara í efni

Hótel Natur

Hótel Natur er fjölskyldurekið sveitahótel á Þórisstöðum í Eyjafirði, miðsvæðis á Norðurlandi. Hótelið byggir á umhverfisvænni samfélagsstefnu sem leggur aðaláherslu á endurnýtingu, orkusparnað, að koma í veg fyrir sóun matvæla og að nýta vinnuafl og aðföng úr heimabyggð. Hlaða, fjós og vélageymsla hafa verið endurbyggð og breytt í hótel. Jafnvel gamall votheysturn er nýttur sem útsýnisturn. Nýlega keyptum við næstu jörð, Leifshús, og þar eru nú sambærileg herbergi og á Þórisstöðum. Aðeins eru 300-400 metrar milli jarðanna. Við viljum tryggja gestum okkar sem best aðgengi að náttúru svæðisins með góðum göngustígum niður í fjöru og upp í fjall og bjóðum upp á létta afþreyingu úti sem inni. Verið hjartanlega velkomin og njótið kyrrðar með útsýni til allra átta.

Hvað er í boði