Fara í efni

Hótel Víking

Á Hótel Víking eru 42 vel búin og glæsileg herbergi með sturtu, salerni, kaffivél, hárþurrku, sjónvarpi og þráðlausu interneti. Heitur pottur og sauna eru staðsett í bakgarði hótelsins. Gestir hótelsins hafa frjálsan aðgang þar og geta slakað á í rólegu og rómantísku umhverfi eftir annir dagsins. Hægt er að leigja baðsloppa á hótelinu.

Einnig eru 14 víkingahús sem geta gist uppí sex manns í hverju húsi. Húsin eru á tveimur hæðum og hafa alla sömu aðstöðu og hótelherbergin. 
Veitingastaðurinn er opinn alla daga frá kl 18:00, eldhúsið lokar kl 22:00 en barinn er opinn lengur. 

Hvað er í boði