Fara í efni

Hotel Vest Mar

Þar sem Jökullinn ber við loft er Hótel Vest Mar. Hótelið er partur af fjölskyldureknu fyrirtæki sem hefur rekið Sker Restaurant frá árinu 2018. Hótelið og veitingastaðurinn eru í sama húsnæði á besta stað í Ólafsvík, með fallega sjávar- og fjallasýn úr öllum herbergjum. Á hótelinu upplifa gestir rólega og hlýja stemmningu, helmingur hótelsins var tekinn í gegn vorið 2025 og hefur fallegt skandinavískt yfirbragð. Gæða rúm frá Sleepy eru í öllum herbergjum hótelsins og höfum við fengið mikið lof gesta fyrir. Herbergin eru öll verulega rúmgóð eða um 36fm að stærð. Aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Snæfellsjökulþjóðgarði.

  • 19 herbergi
  • 4manna/3manna/2manna herbergjaútfærslur
  • 1 íbúð
  • Morgunverður í boði á tímabilinu júní-september.
  • Veitingastaður og bar
  • Fundaraðstaða
  • Ókeypis þráðlaust net
  • Ókeypis bílastæði
  • Hleðslustöðvar

Hvað er í boði