Fara í efni

Miðhús

Egilsstaðir

Miðhús voru áður í þjóðbraut og þar var einn fyrsti áningarstassður ferðamanna á Héraði. Verslunarleið Héraðsmanna bæði á Seyðisfjörð og Eskifjörð lá þar um garð. 

Á Miðhúsum hefur verið rekið gallerí og listasmiðjan Eik s/f síðan 1975. Þar er unnið úr íslensku hráefni. Þar var skorin út eftirlíkingin af Valþjófsstaðahurðinni sem nú er fyrir kirkjunni í Fljótsdal. Sigfús Sigfússon þjóðsagnaritari kenndi sig við Eyvindará, hið næsta Miðhúsum og er minnisvarða um hann að finna niður við þjóðveg 93.

Á Miðhúsum fannst gangsilfursjóður sem talinn er frá víkingaöld og þótti merkur fornleifafundur.