Fara í efni

Kalmanstjörn

Eyðibýli í Höfnum, fyrrum höfuðból,  Suður af Kalmanstjörn eru leifar byggðar fyrr á öldum.  Þar var Kirkjuhöfn, stórbýli áður fyrr.  Herma munnmæli að þar hafi verið 50 hurðir á járnum.  Þá er talið að Kalmanstjörn hafi verið hjáleiga frá Kirkjuhöfn.  Þar var kirkja og sjást minjar kirkjugarðsins að því er talið er.  Lengra suður með sjónum er Sandhöfn og síðan Eyri er fór í eyði um 1828.  Öll þessi byggð fór smám saman í eyði vegna landskjálfta og sandfoks.