Drangsnes
Vopnafjörður
Frá bílastæðinu við Gljúfursárfoss er hægt að ganga niður á Drangsnes og að Krummsholti. Þar eru ævafornar tóftir, frá
víkingaöld að talið er, en þar er talið Þorsteinn uxafótur að hafa búið. Útsýnið yfir fjörðinn er magnað og skemmtilegt að virða þorpið fyrir sér þar sem það stendur á Kolbeinstanganum.
Að ganga meðfram þverhníptum klettunum er mikil upplifun sem lætur fáa ósnortna.