Fara í efni

Drangsnes

Vopnafjörður

Frá Gljúf­ursár­fossi sem stendur sunnanmegin í Vopnafirði er merkt gönguleið niður með Gljúfursánni og niður að sjó um Drangsnes. 

Að ganga meðfram þver­hníptum klett­unum er mikil upplifun og lætur fáa ósnortna. Göngu­leiðin nær að Krumms­holti. þar se, eru vel sjáan­legar ævafornar tóftir frá víkingaöld, að því að talið er. Þar á Þorsteinn uxafótur að hafa búið. 

Handan fjarð­arins má sjá kauptún Vopn­fjarðar sem stendur á tanga sem skagar út í fjörðinn. Tanginn er kall­aður Kolbein­stangi