Fara í efni

Gamla Síldarvinnslan í Ingólfsfirði

Árneshreppur

Vinnsluna reisti Ingólfur hf árin 1942-1944 í tengslum við mikla von um áframhaldandi góðar síldveiðar í Húnaflóa. Veiðarnar brugðust skömmu seinna og vinnslunni því lokað árið 1952.

Keyrt er í gegnum vinnslusvæðið þegar komið er til Ingólfsfjarðar, frá Norðurfirði, áleiðis að Ófeigsfirði.