Fara í efni

Skallagrímsgarður í Borgarnesi

Borgarnes

Í hjarta Borgarness er Skallagrímsgarður, skrúðgarður sem er ein af perlum bæjarins. Þar er gott að ganga um, njóta kyrrðar og fegurðar og jafnvel setjast niður og gæða sér á nesti.

Skallagrímsgarður er einn merkasti sögustaður Egilssögu ekki síst fyrir haug Skallagríms, sem er í garðinum, en hann og Böðvar sonarsonur hans eru heygðir þar.  

Í garðinum er lágmynd eftir Anne Marie Carl Nielsen sem sýnir Egil Skallagrímsson ríða harmþrunginn heim með Böðvar son sinn, eftir að hann drukknaði í Hvítá. Þar er einnig er stytta í gosbrunni eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal sem sýnir hafmeyju með fisk.  

Skjólgott er í Skallagrímsgarði og þar hafa Borgnesingar löngum haft sín hátíðarhöld. Sem dæmi hefur hátíðardagskrá í tilefni þjóðhátíðardagsins 17. júní tíðum farið þar fram.