Fara í efni

Minnisvarði QP-13

Bolungarvík

Minnisvarði um mesta sjóslys og eitt mesta björgunarafrek Íslandssögunnar.

19 skip úr skipalestinni QP-13 voru laugardaginn 5. júlí 1942 á siglingu úti fyrir Bolungarvík Skipalestin samanstóð af kaupskipum og nokkrum vopnuðum fylgdarskipum og voru flest á leið til Bandaríkjanna með viðkomu í Hvalfirði. Slæmt veður og lélegt skyggni urðu til þess að erfitt reyndist að staðsetja lestina sem varð til þess að hún sigldi inn í tundurduflabelti norður af Aðalvík sem Bretar höfðu komið til varnar óvinaskipum.

7 skip úr skipalestinni sigla á tundurdufl og af þeim sökkva 6 skip það eru skipin:

H.M.S. Niger (Bretland), Heffron(Bandaríkin), Hybert(Bandaríkin), John Randolph(Bandaríkin), Massmar(Bandaríkin) og Rodina(Sovétríkin). Skipið Exterminator (Panama) sem sigldi einnig á dufl skemmdist en sökk ekki.

Um 250 manns var bjargað úr sjónum við mjög erfiðar aðstæður. Þar af vann franska korvettan Roselys það einstæða afrek að bjarga um 180 manns og má telja það eitt mesta björgunarafrek Íslandssögunnar. Mannfallið var þó mikið en um 240 manns létust í háskanum.

Minnisvarðinn var vígður við hátíðlega athöfn laugardaginn 5. júlí 2014.