Fara í efni

Hellisheiði eystri

Vopnafjörður

Hellisheiði eystri er heiði eða fjallvegur milli Héraðs og Vopnafjarðar. Heiðin liggur hæst í 656 m hæð og er einn hæsti fjallvegur landsins að frátöldum hálendisvegum, yfirleitt bara opinn á sumrin. Heiðin er vinsæl leið fyrir ferðafólk á blíðviðrisdögum vegna góðs útsýnis en mjög víðsýnt er á góðum degi. Efsta brekkan heitir Fönn enda leysir þar sjaldnast snjó með öllu á sumrin. Ef það gerist boða þau náttúruundur mjög harðan vetur.