Fara í efni

Listasafn Samúels í Selárdal

Bíldudalur

Félag um endurreisn listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal var stofnað þann 4. apríl 1998. Tilgangur félagsins er að stuðla að endurreisn og viðhaldi á listaverkum og byggingum Samúels Jónssonar (1884-1969) í Selárdal við Arnarfjörð og kynna verk Samúels innan lands sem utan. Félagið hóf viðgerðir á listaverkum Samúels árið 2004,.en Gerhard König myndhöggvari tók að sér verkstjórn og hefur hann unnið að viðgerðum í Selárdal s.l. sumur í umboði félagsins.

Sumarið 2005 gerði Gerhard við styttur Samúels og kom ljónagosbrunninum í gagn. 2006 og 2007 unnu ungmenni frá Þýskalandi undir stjórn Gerhards að vinna að viðgerðum á Listasafnshúsi Samúels. Nú er verið að hanna íbúð og vinnuaðstöðu fyrir lista- og fræðimenn ásamt lítilli sölubúð í endurgerð íbúðarhúss Samúels. Sumarið 2008 lauk hópur frá Þýskalandi viðgerðum ásamt hópi alþjóðlegra sjálfboðaliða frá Seeds-samtökunum.

Sími: 896-8520 (Ólafur Hannibalsson)
olafur@sogumidlun.is (Ólafur Engilbertsson)
www.sogumidlun.is/index.php?m=&id=M_SAMUEL