Fara í efni

Hafurbjarnarstaðir

Bær á Garðskaga, í Miðneshreppi.

Rétt hjá Hafurbjarnarstöðum liggur hinn mikli Skagagarður sem eitt sinn girti af Skagatána og Garðskagi dregur nafn sitt af. Á Hafurbjarnarstöðum var kumlateigur forn sem talinn er einn af hinum merkustu sem fundist hafa hér á landi. Var hann athugaður árið 1868 og tekin upp úr honum bein og gripir og flutt í Forngripasafnið en þar sem eftir af honum var rannsakað árið 1947. Alls voru í teignum 9 kuml og í þeim bein 7 eða ef til vill 8 manna og hafa þau verið rannsökuð. Einnig var mikið af beinaleifum hunda og hesta. Allmargt gripa fannst þar, vopn, skartgripir og fleira og sennilega hefur verið þar bátskuml