Fara í efni

Hallormsstaður

Egilsstaðir

Hallormsstaður er lítill þéttbýliskjarni, áður kirkjustaður og prestsetur, staðsettur í miðjum Hallormsstaðaskógi. Hallormsstaðaskógur er stærstur skóga á Íslandi og hefur skógræktarstöð verði starfrækt frá árinu 1903. Hallormsstaðaskógurinn, sem var friðaður árið 1905, geymir fjölmargar trjátegundir, sumar sjaldséðar á Íslandi og einstakt trjásafn. Skógurinn er vinsælt útivistarsvæði með fjölbreyttu landslagi. Þar er finna um 40 km af gönguslóðum og merktum gönguleiðum, vinsæl tjaldsvæði og grillsvæði. Þá er þar merkilegt trjásafn með yfir 70 trjátegundumvíðs vegar úr heiminum, leiktæki og opin svæði og er skógurinn kjörinn til jurtaskoðunar og berja- og sveppatínslu.