Fara í efni

Lagarfljótsormurinn

Egilsstaðir

Í Leginum býr Lagarfljótsormurinn sem er frægasta skrímsli Fljótsdalshéraðs. Fyrstu sagnir af orminum eru frá árinu1345 svo hann er komin til ára sinna. Í byrjun var ormurinn lítill og var settur í kistil ofan á gullhring, því alkunna var að með þeim hætti uxu gullfjársjóðir. Þegar stúlkan sem átti hringinn lauk svo kistilinum upp, sá hún sér til hrellingar að ormurinn hafði bólgnað út en hringurinn ekki.
Hún kastaði kistlinum með öllu innihaldi í Lagarfljót og þar stækkaði ormurinn þar til hann var orðin að skrímsli sem hrelldi fólk ef það kom of nálægt honum. Einnig spúði hann eitri upp á tún og gerði annan óskunda fólki til miska. Margar sagnir hafa sprottið um orminn í tímans rás og sumar skjalfestar. Sagt er að hann sé nú bundinn við botninn þannig að hryggur hans nái aðeins yfirborðinu þegar hann lætur illa, og að lengt hans sé á við lengd fótboltavallar.