Fara í efni

Hesteyri

Ísafjörður

Hesteyri er eyðiþorp við Hesteyrarfjörð í Jökulfjörðum á norðanverðum Vestfjörðum. Þorpið lagðist í eyði um miðja 20.öld en þar eru nú um 9 hús sem notuð eru sem sumarhús. Þegar mest lét bjuggu um 80 manns á eyrinni. Sögusvið íslensku kvikmyndarinnar Ég man þig eftir sögu Yrsu Sigurðardóttur er á eyrinni.