Fara í efni

Ferðaþjónustan Ekru

Að Ekru eru 2 sumarhús, reist 2005. Í báðum húsum eru með svefnaðstöðu fyrir 5, í tveimur svefnherbergju, öðru með tvíbreiðu rúmi en hinu með tvíbreiðu rúmi og koju.  Þá er stofa með sófum, sjónvarpi og dvd spilara, eldhús með góðri aðstöðu og baðherbergi með sturtu.
Sængur fylgja með, hægt er að leigja sængurver og handklæði. Gasgrill er á veröndinni.
Í næsta nágrenni fellur Lagarfljót við túnfótinn og  Eiríkavatn og fleiri vötn eru kippkorn handan vegarins. Krókavatn er þekkt fyrir væna urriða, allt upp í 10 pund, og eru veiðileyfin seld í aðalhúsinu.
Einungis 30 km. eru til Egilsstaðar og skammt til hins fornfræga skólaseturs að Eiðum. Á Galtastöðum fram er gamall torfbær, sem er í umsjá Þjóðminjasafnsins og opinn gestum.
Gönguferð í Stórurð er ógleymanleg upplifun og hægt að fara dagsferðir niður á nærliggjandi firði sem búa hver að sínum sérkennum og töfrum.
Nánari upplýsingar er að finna á sumarhusekru.blogspot.com

 

Hvað er í boði