Fara í efni

Sólheimahjáleiga

Sólheimahjáleiga er sveitabær sem býður upp á notalega gistingu allt árið. Lögð er áhersla á að gestir geti upplifað daglegt líf í sveitinni og fái persónulega þjónustu. Gestgjafar hafa áratuga reynslu af því að þjónusta ferðamenn.
Í nálægð við bæinn eru margir vinsælir ferðamannastaðir eins og t.d. Vík í Mýrdal, Reynisfjara, Dyrhólaey, Sólheimajökull og Skógar. Einnig er hægt að fara í dagsferðir t.d. í Skaftafell og Jökulsárlón, til Vestmannaeyja eða í Þórsmörk.
Ýmiskonar afþreying  er í boði í nágrenninu, t.d. Byggðasafnið í Skógum, jeppa- og sleðaferðir og hestaleigur.
Boðið er upp á gistingu án baðs í 7 herbergjum í gömlu íbúðarhúsi, þar eru 2 baðherbergi, eldunaraðstaða og setustofa. Einnig bjóðum við uppá 2 fjölskylduherbergi í sama húsi.  Þá eru 11 herbergi í nýlegu gistihúsi öll með sér baðherbergi.
Morgunverður í boði og einnig máltíðir ef bókað er með fyrirvara.

Hvað er í boði