Fara í efni

Ferðaþjónustan Hafursá

Ferðaþjónustan Hafursá er staðsett á gamla bóndabýlinu Hafursá sem liggur í útjarði Hallormsstaðarskógar. Friðsæld og fegurð er ríkjandi þáttur umhverfisins, fuglalífið og kyrrðin í skóginum.

Kortlagðir  göngustígar um skóginn eru  gifurlega vinsælir. Stórkostlegt  útsýni  yfir Lagarfljótið yfir til Fella og Fljótdals. Fyrir botni Lagarins rís Snæfellið,  1830 m – hæsta fjall landsins utan Vatnajökuls.

Ferðaþjónustan býður upp á tvö sumarhús 40m2. Hvort hús getur hýst 4-6 gest. Húsin eru búin öllum tækjum og tólum sem til þarf  til að bjarga sér í mat og gistingu s.s. eldavél,útigrill, ískápur,sjónvarp. Uppbúin rúm, baðherbergi með sturtu, útihúsgögn á palli.

Einnig eru tvær tveggja herberga  íbúðir í íbúðarhúsinu, hvor með sér inngangi. Miðhæð sem rúmar 7-8 gesti og loftíbúð sem rúmar 4-6 gesti. Báðar íbúðirnar eru með sambærilegum búnaði og sumarhúsin .

Þjónusta
Gestgjafarnir búa á staðnum – ávalt til þjónustu reiðubúin.
Sameiginleg þvottavél og þurkari eru til afnota fyrir gesti Internet er bæði í bústöðum og íbúðum.
Hótel Hallormsstað 5 km. Býður uppá kvöldverðarhlaðborð. 

Afþreying

  • Ganga um skóginn
  • Ganga niður að Fljóti til að heilsa upp á Orminn
  • Trjásafnið inn við gróðrarstöð
  • Hengifoss/Litlanesfoss  10 km
  • Hestaleiga 15 km
  • Vatnajökulsþjóðgarður og Skriðuklaustur 15 km
  • Óbyggðasafnið      25 km
  • Vallanes 10 km  ( móðir Jörð )
  • Egilsstaðir sund 22 km ( Bónus og Nettó ) og fl. - 
  • Vök 25 km  (  heitar útilaugar í Urriðavatni )
  • Stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar 20 km 
  • Kárahnjúkastífla 75 km.

Hvað er í boði