Saurbær
Ræktun reiðhrossa hefur verið um áratugaskeið í Saurbæ. Í Saurbæ eru skemmtilegar reiðleiðir auk þess sem hið fornfræga mótssvæði Vindheimamelar er handan við ána u.þ.b. í 1 km fjarlægð. Að Saurbæ geturðu leigt þér íbúð til lengri eða skemmri tíma. Við erum staðsett í fallegri sveit þar sem náttúran er alls ráðandi, en þó ekki nema í nokkurra mínútna fjarlægð frá þjóðvegi eitt og Varmahlíð sem er næsti þéttbýliskjarni.