Fara í efni

Núpar Cottages

Sumarhúsin að Núpum eru 8 bjálkahús staðsett á fallegum stað í Ölfusi,

  Þar af 4 hús 4-5 manna (35 m2) með hjónaherbergi og einu kojuherbergi, svefnsófi í stofu.  Og 4 hús 2-3 manna (22 m2) með hjónaherbergi og svefnsófa í stofunni. Öll húsin eru með eldhúskrók, salerni/sturtu, sjónvarpi, DVD og útvarpi með geislaspilara.  Verönd með heitum potti og grilli við hvert hús.  

 

Húsin standa hátt - gott útsýni yfir Ölfusið og á góðum degi blasir Eyjafjallajökull við.  Góðar gönguleiðir í  nágrenninu. Hestaleiga í næsta nágrenni. Núpar standa við veg nr. 38, 3 km frá Hveragerði.

 

Vegalengdir frá Núpum að helstu ferðamanna stöðum eru eftirfarandi:

Eldhestar hestaleiga- 4 km eða 3 min akstur Kerið í Grímsnesi- 25,6 km eða 21 min akstur

Strandarkirkja- 27,1 km eða 19 min akstur Stokkseyri (draugasetrið)- 30,9km eða 23 min akstur

Þingvellir- 55 km eða 41min akstur

Sögusetrið Njálu hvolsvelli- 63,4 km eða 49 min akstur Gullfoss og Geysir- 81,8 km eða 59 min akstur Dyrholaey Vík- 138 km eða 1 kl og 50 min akstur

 

Hvað er í boði