Fara í efni

Stóru-Laugar

Á Stórulaugum er gisting í nýuppgerðu og glæsilegu steinhúsi, en bærinn er um 1 km frá framhaldsskólanum á Laugum og því vel staðsett á milli Akureyrar og Mývatns. Fljótlegt er að skreppa í báðar áttir en á Akureyri má m.a. njóta dagsins á glæsilegum golfvelli Akureyringa (61 km) eða skreppa í hvalaskoðunarferð til Húsavíkur (40 km) og svo eru töfrar Mývatns nánast handan við hornið (30 km).
Svo er að sjálfsögðu verslun og sundlaug að Laugum í aðeins um 1 km fjarlægð.

Herbergin á Stórulaugum eru björt og rúmgóð; Sjö þeirra með sér baðherbergi (tvö 3ja og fimm 2ja manna) en auk þess eru 4 herbergi með handlaugum (eitt 3ja manna, eitt eins manns og tvö 2ja manna). 

Frá bænum er alveg einstakt útsýni og á verönd fyrir framan húsið er stór heitur pottur. 

Bærinn stendur við veg nr. 846 (keyrt að framhaldsskólanum en síðan er beygt til vinstri).

Hvað er í boði