Fara í efni

Skipalækur

Skipalækur sameinar alla helstu kosti þéttbýlis og dreifbýlis. Þessi friðsæli unaðsreitur í Fellum, þar sem njóta má eins besta útsýnis á Héraði, er aðeins steinsnar frá allri þjónustu Fellabæjar og Egilsstaða. Einnig býður Skipalækur upp á tjaldstæði með öllum þægindum.

GISTING Í HERBERGJUM

Almenn gisting af þrennu tagi er í boði auk svefnpokaplássa.
FLOKKUR I
Herbergi án baðs – sameiginleg setustofa, salernis- og
eldunaraðstaða með 6-10 manns
Uppbúið rúm með eða án morgunverðar í einsmanns- eða tveggjamannaherbergjum.
FLOKKUR II
Fjölskylduherbergi fyrir fjóra með sér salerni og handlaug en sameiginlegri sturtu, eldunaraðstöðu og setustofu.
Uppbúið rúm með eða án morgunverðar, hálft gjald fyrir börn á aldrinum tveggja til ellefu ára.
FLOKKUR III
Herbergi með baði – eldunaraðstaða ekki í boði en ísskápur og teketill er inni á herbergjum
Uppbúið rúm með morgunverðarhlaðborði í tveggja manna herbergjum, aukarúmi má bæta inn á herbergin

Uppbúið rúm með morgunverðarhlaðborði í tveggja manna herbergjum, aukarúmi má bæta inn á herbergin.

SUMARHÚSIN SKIPALÆK
Sumarhúsin á Skipalæk standa á bökkum Lagarfljóts og hafa því einstakt útsýni. Húsin eru lítil og sjarmerandi A-hús frá árunum 1985 til 1987 með veggföstum rúmum og innréttingum. Baðherbergi með sturtu eru í hverju húsi auk eldhúskróks með tveimur eldavélarhellum og ísskáp. Lítið sjónvarp, útvarp og gasgrill er í hverju húsi. Þrjú húsanna eru fjögurra manna og tvö þeirra eru tveggja manna. Hvert hús getur tekið tvo auka einstaklinga en setustofurnar rúma tæplega fleiri en stærðin segir til um. Sængur eru í húsunum ef þess er óskað og hægt er að leigja rúmföt. Húsin skulu þrifin vel að lokinni dvöl, nema þess sé óskað að greiða aukalega fyrir þrif.

Hvað er í boði