VIGT
VIGT er samstarf okkar, móður og þriggja dætra, sem hefur framleitt vörur helgaðar heimilinu síðan 2013. Áherslan er einfaldleiki, gæði og réttsýni. Í versluninni fæst öll vörulína VIGT auk ýmissa vara sem okkur finnst fara vel með okkar áherslu og vörulínu. Áhuginn fyrir sköpun og fallegum hlutum hefur sennilega alltaf verið til staðar hjá okkur öllum. Við höfum lifað og hrærst í heimi innréttinga og mannvirkjagerðar hjá fjölskyldufyrirtækinu Grindin.