Fara í efni

Verslunin og listhúsið Vala

Verslunin og listmunabúðin Vala/Kaffihús selur afurðir frá 6 mismunandi vinnustofum Sólheima. Verslunin Vala er dagvöruverslun með helstu nauðsynjar fyrir íbúa og gesti Sólheima. Þar er lögð er áhersla á að bjóða lífrænt vottaðar vörur, bæði innfluttar eða frá innlendum framleiðendum ekki síst frá lífrænt vottuðu gróðurhúsi, bakaríi og matvinnslu á Sólheimum. Í listmunabúðinni Völu er til sýnis og sölu vörur framleiddar af 6 mismunandi vinnustöðum af íbúum Sólheima. s.s. keramikverk, smíðagripi, vefnað, kerti, snyrtivörur, málverk o.fl. Í versluninni og Listmunabúðinni Völu má einnig finna Kaffihúsið Grænu Könnuna sem er kaffi- og samveruhús íbúa Sólheima og gesta. Ef þú vilt upplifa Sólheima með bragðlaukunum þá er Græna Kannan þinn heppilegasti kostur sem notar hráefni úr nærumhverfinu svo sem gróðurhúsinu Sunnu og matjuragarðinum Tröllagarði.

Sjá má opnunartímann á forsíðu heimasíðu Sólheima. Oft eru uppákomur á kaffihúsinu og er vakin sérstök athygli á facebook síðu Sólheima og einnig á instagram síðu Sólheima:solheimareco þar sem sérstaklega eru tilgreindir þeir atburðir sem eru á boðstólnum hverju sinni. Verið velkomin á Sólheima.

Þið finnið okkur á facebook hér: https://www.facebook.com/heimasol
Þið finnið okkur á instagram hér: @solheimareco 

Hvað er í boði