Duus Handverk
Duus Handverk er hlýleg og litrík gjafavöruverslun þar sem tuttugu listamenn af Reykjanesi sameina krafta sína. Þar finnur þú fjölbreytt úrval af handunnum gæða vörum, allt frá lopapeysu, ullarvörum og glerlist til keramik, málverka, skartgripa og öðrum listaverkum sem gleðja augað.
Verslunin er staðsett á Hafnargötu 62 og býður gestum að staldra við í notalegu umhverfi þar sem sköpunarkrafturinn ræður ríkjum, kaffið ilmar í könnunni og litadýrðin skapar innblástur og gleði. Hér finnur þú fullkomna gjöf fyrir hvaða tilefni sem er.
Opið er alla daga frá 13 til 17. Hægt er að hafa samband ef óskað er eftir heimsókn utan opnunartíma.