Fara í efni

Útgerðin

Útgerðin er verslun í gamla Pakkhúsinu í hjarta Ólafsvíkur á Snæfellsnesi. Útgerðin selur íslenskar hönnunarvörur í bland við aðrar sérvaldar vörur. Þá er einnig í boði fjölbreytt úrval af handverki, vinylplötum og sælkeravörurum.

Myndlistasýningar eru einnig haldnar í Útgerðinni og bjóðum við upp á lítið kaffihorn þar sem hægt er að setjast niður og gæða sér á ljúffengum kaffiveitingum ásamt léttu kruðerí innan um falleg listaverk.

Á efri hæðum Pakkhússins er safn þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að skoða liðna tíð og sögu bæjarins.

Opnunartími: Virka daga 11:00-17:00 og um helgar 11:00-16:00.

Vefsíður
www.utgerdin.shop
www.facebook.com/utgerdinolafsvik
www.instagram.com/utgerdinolafsvik

Hvað er í boði