Fara í efni

Hverinn

Hverinn-Sælureitur í sveitinni is a travel service offering accommodation, restaurant, camping and a small travelers store with a farmer’s market corner.

Tjaldsvæðið

Tjaldsvæði Hversins er skógivaxið, rólegt og fjölskylduvænt með fjölbreytta þjónustu.  Það er staðsett í fögru umhverfi mitt í uppsveitum Borgarfjarðar þar sem stutt er í einstakar náttúruperlur og menningartengda staði. Tjaldsvæðið býður upp á 100 stæði fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla, þar af eru 60 stæði með aðgangi að 3.3kw rafmagni með lekaleiða. Þjónusta sem boðið er upp á er WC, heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél og þurrkari, leiktæki, sundlaug með heitum potti  150m í burtu og seyrulosun fyrir húsbíla.

Verð 2019:
Fullorðnir: kr. 1.500,-
Fritt fyrir 13 ára og yngri
Rafmagn: kr. 1.000,-
Þvottavél: kr. 500,- hvert skipti
Þurrkari: kr. 500,- hvert skipti
Hobbitahús, gisting í litlum tjöldum inní gróðurhús: kr. 2.000,-

Hobbitahús

Hægt er að tjalda litlum tjöldum inni í gróðurhúsum svokölluðum “hobbitahúsum” sem eru tjaldbraggar upphitaðir með jarðhita, klæddir plasti. 

Herbergi 

5 x 2ja manna herbergi bjóðast til leigu en það er eldunaraðstöðu, baðherbergi og stofu deilt. Sjónvarp er í stofu og á veröndinni er heitur pottur. Einnig 3ja manna herbergi í boði með sér baðherbergi.

Íbúð

Hægt er að leigja 42fm íbúð með tveimur svefnherbergjum með einu rúmi í hvoru, eldhúsi og baðherbergi. Svefnsófi er í stofu og því getur íbúðin rúmað allt 4 manns í svefnplássi. 

Heitir pottar og sundlaug

Heitur pottur býðst aðeins gestur og sundlaug svæðisins er í 2 mínútna göngu fjarlægð.

Hvað er í boði