Fara í efni

Hítarneskot

Hítarneskot er gamalt sveitabýli við sunnanverðar Löngufjörur sem gert var upp að innan í ársbyrjun 2015. Húsið tekur 9 manns í gistingu. Hægt er að tjalda við húsið. Aðstaða fyrir hross er við húsið og gerði.

Húsið er stendur við tjörn og er 50 metra frá fjöruborðinu. Mikið dýralíf er á svæðinu, sjófuglar, vaðfuglar, endur, himbrimar og ernir svo eitthvað sé nefnt. Einnig er hægt að sjá seli.  

Mikið er hægt að gera í nágreni Hítarneskots. Ef gestir koma ekki með hross til útreiða um Hítarnesið og Löngufjörur þá er hægt að fara í gönguferðir, náttúruböð og renna fyrir fisk.

Stutt er í alla þjónustu. Um hálftíma akstur er í Borgarnes og um klukkustundar akstur er í Stykkishólm. Aðeins er eins og hálf klukkutíma aksturs frá höfuðborgarsvæðinu.  

Hvað er í boði