Fara í efni

Gistihús Tangahús Borðeyri

Eigendur Ferðaþjónustunnar Tangahúsi á Borðeyri bjóða þig velkomin(n).  Það að gista og dvelja í einu minnsta þorpi á Íslandi, sem á sér þó merka sögu gerir ferðina eftirminnilega.  Á Borðeyri er hægt að njóta náttúrunnar í hvívetna.  Staðsetning Tangahúss er sérstaða þess.  Það stendur svo til í fjöruborðinu og með slíka nálægð við dýralíf fjöru og sjávar er alltaf eitthvað spennandi að gerast.  Friðsemd og kyrrð ríkir og  og hið nýja hugtak "hægur ferðamáti" (e: slow travel) á vel við á þessum stað.  Engir umferðarhnútar á götum og nóg af súrefnisríku lofti til að anda að sér.  Tangahús er reyklaus gististaður og eigendur þess vinna að því að fá umhverfisvottun. 
Í boði er:  uppbúin rúm, svefnpokapláss, barnarúm, mjög gott gestaeldhús búið öllum helstu tækjum, setustofa,  sjónvarp,nettenging, góður bókakostur, sturtur, þvottavél/þurrkari, hjólageymsla og góð aðstaða til fuglaskoðunar.
Það verður vel tekið á móti þér.

Hvað er í boði