Fara í efni

Tjaldsvæðið á Höfn í Hornafirði

Tjaldsvæðið á Höfn er staðsett á vinstri hönd þegar komið er inn í bæinn. Stutt er í alla þjónustu og aðeins örfáar mínútur tekur að ganga að sundlauginni og góðum golfvelli.

Tjaldsvæðið býður upp á skipulögð stæði fyrir húsbíla og ferðavagna, gott aðgengi að rafmagni, eldunaraðstöðu, þráðlausa nettengingu, þvottaaðstöðu og afgirtan leikvöll.

Á tjaldsvæðinu er einnig boðið upp á gistingu í smáhýsum yfir sumartímann.

Opnunartími

Tjaldsvæðið er opið allt árið en smáhýsi eru aðeins leigð út á sumrin.

Hvað er í boði