Fara í efni

Landmannahellir

Friðsæll áningastaður í "Friðlandi að fjallabaki" til lengri eða skemmri dvalar. Hentar sérlega vel fyrir fjölskyldur, starfsmannahópa og reyndar hvern sem vill njóta kyrrðar og dulúðar fjallanna.  Margt athyglisverðra staða er í nágrenninu, t.d. Hekla, Valagjá, Landmannalaugar og Íshellar í Reykjadölum svo eitthvað sé nefnt. Gps hnit fyrir Landmannhelli eru N 64 03 V 19 14.
Búið er stika gönguleiðina  Rjúpnavellir - Áfangagil - Landmannahellir - Landmannalaugar (Hellismannaleið) og fylgir hér með leiðarlýsing í pdf skjali. 

Landmannahellir er í alfaraleið þeirra sem fara ríðandi um hálendið, enda góð aðstaða þar fyrir hesta og ferðafólk. Fyrir hrossin eru þrjú stór gerði, 40 hesta hús og hey.
Svefnpokagisting er í átta húsum fyrir samtals 92 gesti í einbreiðum og tvíbreiðum kojum. Húsin eru upphituð, með rennandi vatni, eldunaraðstöðu og wc. 

Einnig er við Landmannahelli svæði fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla, smáhýsi með hreinlætisaðstöðu, útigrill og veiðileyfasala.

Tjaldsvæðið í Landmannahelli er á grasflöt við skálabyggðina í Landmannahelli á bökkum Helliskvíslar. Svæðið rúmar allt að 50 tjöld. Hægt er að kaupa veiðileyfli í Landmannahelli í vötn sunnan Tungnaár. Einnig er hægt að panta innigistingu í átta skálum við Landmannahelli.

Á tjaldsvæðinu er vatnsalerni, útigrill og sturta. Þá geta tjaldgestir farið inn í gamalt hlaðið gagnamannahús og borðað eða tekið lagið!

Verð 2021
Gisting í svefnpokagistingu á mann: 6.200 kr
Gisting í svefnpokagistingu, 7-15 ára: 3.100 kr
Gisting í svefnpokagistingu, 6 ára og yngri: Frítt
Verð fyrir fullorðna á tjaldsvæði: 1.700 kr
Verð fyrir börn: Frítt fyrir 12 ára og yngri
Sturta: 600 kr

Ferðaþjónustan er opin frá miðjum júní til 16. september.

Hvað er í boði