Fara í efni

Korpudalur HI Hostel

Farfuglaheimilið í Korpudal er á fallegu gömlu býli sem breytt hefur verið í farfuglaheimili með aðgangi að eldhúsi fyrir gesti. Mjög rúmgott tjaldsvæði er á túnunum í kring.

Farfuglaheimilið er innst í firðinum, umkringt háum fjöllum, aðeins 17 kílómetra frá Ísafirði og 12 kílómetra frá Flateyri. Í nágrenni við farfuglaheimilið eru margar fallegar gönguleiðir og þar má líka finna staði til að klífa eða renna fyrir fisk. Fimmtán km. merkt fjallleið liggur upp Korpudal og yfir Álftafjarðarheiði. Fuglaskoðarar geta fundið sér nóg til skemmtunar því í nágrenninu má sjá þúsundir sjófugla, smáfugla, anda og jafnvel erni. Á Ísafirði og Flateyri má komast í sund og heita potta eða leika golf. Reglulegar bátsferðir eru um Ísafjarðardjúp í Vigur og á Hornstrandir. Í nágrenninu eru mörg söfn og veitingastaðir. Á Flateyri er starfandi Kajakleiga.

Opnunartímar:
Opnunartími (yfir árið):    20 maí- 15 september

Við hjá Farfuglum leggjum okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu. 


Hvað er í boði