Fara í efni

Ferðaþjónustan Svínafelli

Í Svínafelli er boðið upp á tjaldstæði og svefnpokagistingu í 6 fjögurra manna smáhýsum og einnig í 10 mismunandi herbergjum. Allir komast í einfalda eldunaraðstöðu.

Á tjaldstæðinu samnýta gestir í smáhýsum og tjöldum aðstöðuna í þjónustuhúsi við hlið smáhýsanna. Þar er allstór salur til matargerðar, eldunarhellur, kæliskápur, vaskur og heitt vatn, en ætlast er til að gestir noti sín eigin áhöld og borðbúnað. Borð og stólar eru í salnum fyrir 70 - 80 manns. Í þjónustuhúsinu eru einnig salerni og sturtur. Auk þess eru snyrtingar á öðrum stað á tjaldstæðinu.

ÞVOTTAVÉL OG ÞURRKARI

Gestir hafa aðgang að þvottavél og þurrkara þar sem afgreiðslan er. Bæði tækin eru tengd sjálfsala. 

Hvað er í boði