Fara í efni

Farfuglaheimilið Akureyri

Akureyri H.I. Hostel

Aðalbygging

Aðalbyggingin er á tveimur hæðum með 18 fallega búnum herbergjum;( : ) frá eins manns upp í sex manna fjölskylduherbergi.  Inni á herbergjum eru;(:) rúm með lesljósi, sængur & koddar, borð & stólar, fataskápar, hárþurrkur, sjónvörp, frír netaðgangur og fleira.

Á hvorri hæð eru vel útbúin eldhús og góð mataraðstaða. Setustofa er á efri hæð hússins. Grill er á verön(l)dinni ásamt stólum & borðum. Herbergin og aðstaðan hentar fyrir einstaklinga, pör, fjölskyldur og þá sem ferðast saman í hópum. Hægt er að leigja aðra hvora hæðina eða allt húsið. Snyrtingar og sturtur eru sameiginlegar og eru þær á báðum hæðum en einnig er tveggja manna með sér snyrtingu.

Á neðrihæð hússins er góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða.

Sumarhús

Tvö stór og fullbúin sumarhús eru í garðinum hjá farfuglaheimilinu. Hvort sumarhús fyrir sig tekur átta manns í rúm(J; eitt tveggja manna herbergi, eitt fjögurra manna herbergi og á svefnloftinu eru tvö rúm. Góð fullbúin eldhús eru í sumarhúsunum, baðherbergi með sturtu og seturstofa. Á palli sumarhúsanna eru borð & stólar og grillaðstaða. Í sumarhúsunum er frír netaðgangur. Með leigu á sumarhúsi er aðgangur að heitum potti.

Smáhýsi

Eitt smáhýsi er til leigu sem rúmar þrjá. Í húsinu eru borð & stólar og snyrting, ekki er sturta í smáhýsinu en leigendur fá( svo) lykil af aðalbyggingu til að notast við eldhús og sturtur. Á palli smáhýsisins eru borð & stólar. Frír netaðgangur er í smáhýsinu.

 

Boðið er upp á svefnpokapláss (tekinn er með svefnpoki eða rúmföt – sængur & koddar á herbergjum) einnig bjóðum við upp á uppábúin rúm.

Í nánasta umhverfi má finna Bónus, bakarí, Dóminos, Glerártorg u.þ.b. 200 metra frá og miðbærinn er í um 10 mínútna göngufjarðlægð.

Gestum er boðið upp á afsláttarmiða á Greifann veitingarhús, Hvalaskoðun og hestbak. Ef gestir þurfa höfum við farangursgeymslu og aðstöðu fyrir skíðafólk.

Fjölskyldan í Stórholti 1 hefur lagt sig fram síðan árið 1967 að bjóða alla velkomna og gera dvöl þeirra sem ánægjulegasta.

Hvað er í boði