Fara í efni

Grundarfjörður HI Hostel / Farfuglaheimili

Segja má að Grundarfjörður sé miðbær Snæfellsness, þar sem bærinn liggur mitt á milli Stykkishólms og Ólafsvíkur á norðanverðu Snæfellsnesi. Bærinn er jafnframt heimabær Kirkjufells sem er eitt frægasta fjall landsins ef ekki heimsins alls. En fjallið hefur m.a. komið fyrir í frægum skáldsögum höfundanna; Halldórs Laxness og Jules Verne og í frægum Hollywood kvikmyndum á borð við „The secret life of Walter Mitty“.

Útsýnið á Grundarfirði er stórbrotið þar sem sjávarsíðan og fjöllin mætast og hægt er að dást að fegurðinni beint út um gluggann á litríka gistiheimilinu.

Á svæðinu:

  • Snæfellsjökulsþjóðgarður er stutt frá. Þar má m.a. finna jökulinn sem þjóðgarðurinn er nefndur eftir. Í vinsælu skáldsögunni „ferðin að miðju jarðar“ eftir Jules Verne var innganginn að miðju jarðar að finna á jöklinum.
  • Fræðist um sögu hákarlaveiða á Íslandi og smakkið hákarl á Hákarlasafninu Bjarnarhöfn.  
  • Bæirnir Stykkishólmur, Arnarstapi og Búðir eru allir í stuttri akstursfjarlægð frá Grundarfirði.
  • Mikið úrval af hvala- og fuglaskoðunar ferðum frá Grundarfirði þar sem m.a. er hægt að sjá háhyrninga, höfrunga og sjófugla.

Við hjá Farfuglum leggjum okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu.   

Hvað er í boði