Fara í efni

Kex Hostel

KEX var stofnað árið 2010 af gömlum vinahópi sem langaði að taka sér nýtt og spennandi verkefni fyrir hendur. Hugmyndin að KEX kviknaði þegar félagarnir skoðuðu yfirgefna byggingu sem áður hafði hýst kexverksmiðjuna Frón. Þetta gamla og glæsilega verksmiðjuhúsnæði stóð autt og hafði næstum orðið niðurrifi að bráð. KEX var innréttað með virðingu fyrir sögu hússins og verksmiðjubragnum var leyft að njóta sín. Í stað þess að rífa allt út og raða inn fjöldaframleiddu dóti voru húsgögn með mikla reynslu látin ganga fyrir. Nánast allt sem kom inn á KEX átti sitt fyrra líf og sál. Sameiginleg fyrri reynsla þessara hluta á stóran þátt í að skapa sálina og andrúmsloftið í KEX.

KEX er svefnstaður, bækistöð, þvotta- og eldhús, hvíldarstaður, staður tónlistar og menningar fyrir frjálsa huga hvaðan sem þeir koma.

Á KEX er í boði gisting fyrir 142 gesti, í mismunandi herbergjum og verðflokkum. Þar er einnig þvottahús, líkamsræktaraðstaða, gestaeldhús, gastro pub, þráðlaust net og margt fleira.

Hvað er í boði