Fara í efni

Efra-Sel Home

Hlýlegt og vel útbúið íbúðarhús/sumarhús til leigu í lengri eða skemmri tíma í nágrenni við Flúðir í uppsveitum Árnessýslu. Húsið er búið öllum helstu nútímaþægindum, s.s. ljósleiðaratengingu, heitum potti, flatskjá ofl. Stór garður er við húsið, rúmgott bílastæði og 18 holu golfvöllur, Selsvöllur, í göngufjarlægð.

Í húsinu er fullbúið eldhús, þvottavél, tvö hjónaherbergi og tveir svefnsófar. Í húsinu geta dvalið allt að átta manns í einu, miðað við sex fullorðna og tvö börn. Húsið hentar vel fyrir sex fullorðna.

Við erum einnig með veitingastað í nágrenni við húsið, Kaffi-Sel, sjá nánar: kaffisel.is

Verið velkomin!

 

Til að finna okkur á booking.com, smelltu hér.

Hvað er í boði