Hafnarstræti Hostel
Hafnarstræti Hostel er nýstárlegt hostel staðsett í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið göngugötunni. Við bjóðum upp á pod klefa með snjallsjónvarpi, öryggishólfi og fleira. Hverjum klefa fylgir læstur skápur. Hjá okkur er boðið upp á frítt internet og hægt er að leggja í fríu bílastæði í nágrenninu.
Svefnrými okkar er skipt niður í ganga, en hægt er að leigja 160 cm pod/klefa eða 100 cm.
Við bjóðum upp á sameiginlegt notalegt rými með pool borði, þægilegum sófum og fleira þar sem hægt er að kynnast ferðalöngum frá Íslandi eða öðrum löndum.
Við bjóðum loks upp á 10 baðherbergi með sturtu fyrir gestina okkar.
Við móttökuna er matsalur og sameiginlegt vel útbúið eldhús sem gestir okkar gta notað til þess að útbúa sér mat. Innifalið í gistingunni er morgunmatur frá kl 7-9 á morgnanna.
Þessi gistikostur getur verið sniðugur fyrir fólk á ferðinni sem vill borga lítið fyrir að gista og njóta þess betur sem Akureyri hefur uppá að bjóða.
- Morgunverður innifalinn í verðinu
- Uppábúin rúm
- Handklæði
- Þráðlaust internet
- Eldhús fyrir gesti
- Setustofa
- Sturtur
- Þvottavélar
- Læstir skápar
- Farangursgeymsla
- Sjónvarp með chromecasti í öllum klefum
- Hópar velkomnir