Fara í efni

Höfði Guesthouse

Höfði Guesthouse er ská á móti Þingeyri og blasir við af Brekkuhálsinum, en til Þingeyrar frá Höfða
eru um 15 km.

Gestgjafar búa á jörðinni ásamt börnum, og eru með búrekstur og skógrækt. Margar skemmtilegar
gönguleiðir eru í nágrenni Höfða og eins er stutt að keyra á fallega staði eins og t.d. Dýrafjarðarbotn með fallegum vatnsföllum og Mýrafellið með sitt fallega útsýni og þar rétt hjá Skrúð séra Sigtryggs Guðlaugssonar sem er elsti skrúðgarður landsins og er staðsettur innan til við gamla héraðsskólann að Núpi. 

Fyrir rúmlega 100 árum var á Höfða hvalveiðistöð, reist og starfrækt af norðmönnum, síðar var starfrækt þar bókasafn hreppsins og sparisjóður Mýrahrepps í höndum Guðmundar Gíslasonar
og Jóhönnu Guðmundsdóttur bænda á Höfða ( Ystabæ.) 

Dýrafjörðurinn er stórfenglegur jafnt sumar sem vetur. 

Aðbúnaður gesta:
Íbúð með tveggja manna herbergi, eldhúsi, baði og sér inngangi. Þráðlaus nettenging. Utandyra eru bekkir og borð ásamt gas- og kolagrilli

Hægt er að panta með sólarhrings fyrirvara, morgunverð, nestispakka sem og léttan kvöldverð. 

Hvað er í boði