Fara í efni

Námshestar

Ferðagjöf á ekki við um þessa þjónustu

Gisting í uppbúnum rúmum á vinalega sveitabænum Kúludalsá, í lítilli en notalegri tveggja herbergja íbúð á fyrstu hæð. Sér eldhús, bað og inngangur. Fallegt útsýni allt um kring.

Hestar í bakgarðinum og hægt að fara í stutta útreiðartúra með leiðsögn. Einnig er boðið upp á að teyma undir börnum. Fjaran er nærri með fjölskrúðugu fuglalífi. Akrafjall er freistandi fyrir göngugarpa.

Endilega hafið samband hjá namshestar@namshestar.is eða í síma 354-897-9070.

Hvað er í boði